Margra ára reynsla af verkefnastjórnun stefnumarkandi verkefna auk þess að hafa sérhæfingu á sjálfbærni í byggingariðnaði og gæðastjórnun.

Hef starfað við innleiðingu stefnumarkandi verkefna, komið að stefnumótun og eftirfylgni ásamt því að vera sérhæfð í vistvottunum bygginga, vöruvali og gæðamálum í slíkum verkefnum.

Hef sérhæft mig í Svansvottun, BREEAM og LEED vottunum, verkefnstýrt vottunum og starfað í stýrihópum BREEAM og Svansvottana stórra byggingaframkvæmda á Íslandi.

Pro Build Advise býður fjölbreytta þjónustu hvort sem er innan byggingariðnaðar eða einfaldlega til fyrirtækja sem þurfa ráðgjöf og verkefnastýringu stærri og flóknari verkefna.